Á dagskrá í dag: Heimildaþættir og körfuboltaveisla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2020 06:00 Auðunn Blöndal og Katrín Tanja verða á skjánum í dag. Stöð 2 Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira