Tróð sér inn á liðsmynd Man United fyrir stórleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:30 Liðsmyndin fyrir leikinn gegn Bayern. Eins og sjá má var Roy Keane ekki par sáttur með uppátæki Power. Vísir/The Guardian Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira