Telur mjög ólíklegt að dánarorsök ferðamannsins liggi fyrir í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 10:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Dánarorsök ástralska ferðamannsins sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á mánudag eftir alvarleg veikindi liggur ekki fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Ferðamaðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en var ekki með dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Því er verið að rannsaka hvort að tengsl séu á milli COVID-19 og andlátsins en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt það ólíklegt þótt enn sé ekki hægt að útiloka neitt. Maðurinn, sem var um fertugt, var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginkonu sinni. Hún reyndist einnig smituð af kórónuveirunni og er því komin í einangrun fyrir norðan. Ljóst er að hugur fjölda landsmanna er hjá konunni. Til að mynda hefur verið stofnuð sérstakur hópur á Facebook, With love from us, þar sem fólk getur vottað konunni samúð sína og sent henni kveðjur. Tæplega tíu þúsund manns eru í hópnum og hefur fjöldi fólks sent konunni kveðju á þeim tveimur dögum sem liðnir eru frá því síðan var stofnuð. Aðspurður um líðan konunnar og hvernig verið sé að aðstoða hana segir Víðir: „Hún er í einangrun en við erum að gera allt sem við getum til að halda utan um hana. Það er auðvitað flókið en við erum með mikið af góðu fólki sem er að gera sitt besta til að aðstoða hana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Dánarorsök ástralska ferðamannsins sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á mánudag eftir alvarleg veikindi liggur ekki fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Ferðamaðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en var ekki með dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Því er verið að rannsaka hvort að tengsl séu á milli COVID-19 og andlátsins en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt það ólíklegt þótt enn sé ekki hægt að útiloka neitt. Maðurinn, sem var um fertugt, var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginkonu sinni. Hún reyndist einnig smituð af kórónuveirunni og er því komin í einangrun fyrir norðan. Ljóst er að hugur fjölda landsmanna er hjá konunni. Til að mynda hefur verið stofnuð sérstakur hópur á Facebook, With love from us, þar sem fólk getur vottað konunni samúð sína og sent henni kveðjur. Tæplega tíu þúsund manns eru í hópnum og hefur fjöldi fólks sent konunni kveðju á þeim tveimur dögum sem liðnir eru frá því síðan var stofnuð. Aðspurður um líðan konunnar og hvernig verið sé að aðstoða hana segir Víðir: „Hún er í einangrun en við erum að gera allt sem við getum til að halda utan um hana. Það er auðvitað flókið en við erum með mikið af góðu fólki sem er að gera sitt besta til að aðstoða hana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira