Fótbolti

Leikmenn gefa eftir launin sín til að hjálpa til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Borussia Mönchengladbach fagna einu af mörkum sínum í þýsku deildinni á þessu tímabili.
Leikmenn Borussia Mönchengladbach fagna einu af mörkum sínum í þýsku deildinni á þessu tímabili. Getty/Ralf Treese

Leikmenn þýska félagsins Borussia Mönchengladbach hafa sýnt mikinn rausnarskap á þessum erfiðu tímum nú þegar íþróttafélög heimsins glíma við mikinn tekjumissi vegna frestanna.

Leikmenn Gladbach liðsins hafa boðist til að gefa eftir öll launin sín svo félagið geti greitt starfsmönnum þess laun. Íþróttastjóri félagsins staðfesti þetta.

Borussia Mönchengladbach var búið að gera góða hluti í þýsku deildinni og er nú í fjórða sæti, sex stigum á eftir toppliði Bayern München en aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu.

„Liðið bauðst til þess að gefa eftir launin sín ef þeir myndu með því hjálpa félaginu og starfsmönnum þess,“ sagði íþróttastjórinn Max Eberl.

Heildarlaun leikmanna Borussia Mönchengladbach eru um ein milljón evra á mánuði og þar sem félagið þarf ekki að greiða þau þá getur það borgað starfsmönnum sínum.

„Ég er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Max Eberl.

„Þeir senda líka með þessu skýr skilaboð. Við stöndum saman hjá Borussia bæði á góðu og slæmum tímum. Þeir vilja gefa Borussia til baka og til allra stuðningsmannanna sem standa að baki okkur. Þjálfaraliðið hefur líka bæst í hópinn sem og allir yfirmenn félagsins,“ sagði íþróttastjórinn Max Eberl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×