Neymar gerir allt til að komast til Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 21:00 Neymar hefur notið sín vel í búningi PSG í vetur en vill samt komast frá félaginu, að sögn Sport. VÍSIR/GETTY Brasilíumaðurinn Neymar hafði átt gott tímabil með PSG í Frakklandi þegar fótboltatímabilið var stöðvað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann vill hins vegar helst af öllu snúa aftur til Barcelona. Þetta fullyrðir spænski miðillinn Sport sem er með bækistöðvar sínar í Barcelona og fylgist náið með málefnum Spánarmeistaranna. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um það síðasta árið að Neymar gæti verið á förum aftur til Barcelona og segir Sport að hann „vilji gera allt“ til að það verði að veruleika. Þessi 28 ára gamli leikmaður kom til PSG sumarið 2017 fyrir 222 milljónir evra. Hann gerði sitt til að þrýsta á að hann yrði seldur til Barcelona í fyrra og var þá sagður falur fyrir rétta upphæð, en ekki náðust samningar á milli Barcelona og PSG. Sport segir að nú þegar að meiðsli trufli ekki Neymar hafi hann getað látið ljós sitt skína innan vallar í vetur en það breyti því ekki að utan vallar hugsi hann eingöngu um að komast til Barcelona. Hann muni því þrýsta á eigendur PSG og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun. Neymar lék með Barcelona árin 2013-17 og myndi endurnýja kynnin við Luis Suárez og Lionel Messi sem mynduðu með honum rosalega sóknarlínu. Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. 12. mars 2020 16:30 Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. 12. mars 2020 14:00 Neymar skoraði og fiskaði rautt er PSG komst áfram PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. mars 2020 22:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar hafði átt gott tímabil með PSG í Frakklandi þegar fótboltatímabilið var stöðvað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann vill hins vegar helst af öllu snúa aftur til Barcelona. Þetta fullyrðir spænski miðillinn Sport sem er með bækistöðvar sínar í Barcelona og fylgist náið með málefnum Spánarmeistaranna. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um það síðasta árið að Neymar gæti verið á förum aftur til Barcelona og segir Sport að hann „vilji gera allt“ til að það verði að veruleika. Þessi 28 ára gamli leikmaður kom til PSG sumarið 2017 fyrir 222 milljónir evra. Hann gerði sitt til að þrýsta á að hann yrði seldur til Barcelona í fyrra og var þá sagður falur fyrir rétta upphæð, en ekki náðust samningar á milli Barcelona og PSG. Sport segir að nú þegar að meiðsli trufli ekki Neymar hafi hann getað látið ljós sitt skína innan vallar í vetur en það breyti því ekki að utan vallar hugsi hann eingöngu um að komast til Barcelona. Hann muni því þrýsta á eigendur PSG og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun. Neymar lék með Barcelona árin 2013-17 og myndi endurnýja kynnin við Luis Suárez og Lionel Messi sem mynduðu með honum rosalega sóknarlínu.
Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. 12. mars 2020 16:30 Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. 12. mars 2020 14:00 Neymar skoraði og fiskaði rautt er PSG komst áfram PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. mars 2020 22:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. 12. mars 2020 16:30
Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. 12. mars 2020 14:00
Neymar skoraði og fiskaði rautt er PSG komst áfram PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. mars 2020 22:00