Vill aflýsa Serie A vegna „plágunnar“ sem nú geisar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:45 Birkir og Paulo Dybala í leik Brescia og Juventus. Dybala hefur síðan greinst með COVID-19. Valerio Pennicino/Juventus FC via Getty Images Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00
Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15