Gefa sér fjórar vikur til að ákveða hvort Ólympíuleikunum verði frestað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 19:00 Ólymíueldurinn er kominn til Tókýó en kórónuveiran gæti mjög sennilega orðið til þess að Ólympíuleikunum verði frestað. VÍSIR/GETTY Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sjá meira
Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sjá meira
Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00
Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00
Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00
Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn