Þakklát öllum á Íslandi fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 20:38 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira