Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 22:00 Haukur Helgi í viðtalinu í dag. Hann talaði frá Rússlandi þar sem hann hefur leikið í tæplega ár. vísir/skjáskot Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti