Liðlega sjötug kona lést af völdum COVID-19 Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2020 07:38 Konan lést á Landspítalanum í gær. Getty Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira