Liðlega sjötug kona lést af völdum COVID-19 Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2020 07:38 Konan lést á Landspítalanum í gær. Getty Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira