Kóvitar, sérfræðingar og óvitar Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2020 17:30 Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun