Læknar vilja loka norðausturhorninu í vörn gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 08:44 Frá Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi. Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi.
Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28
„Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00