Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 13:37 Berglind Rós Torfadóttir verkefnastjóri hjá Hinu húsinu segir að mikilvægt að auka aðstoð við félagslega einangruð ungmenni Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. Hitt húsið hefur í fjölmörg ár verið með verkefni sem nefnist Vinfús sem er ætlað fyrir félagslega einangruð ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið gengur út á að skapa heilbrigða grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir og hefst á haustin. Berglind Rún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Hinu húsinu segir að eftir að samkomubann var sett á hafi staða þeirra sem séu einangraðir fyrir versnað. „Ég held að það sé þó nokkuð stór hópur sem var félagslega einangraður fyrir og hefur einangrast meira eftir samkomubannið. Við finnum að það er meiri vilji til að mæta honum en áður þar sem samfélagið er móttækilegra fyrir því að þessi vandi sé til staðar,“ segir Berglind. Hún segir að foreldrar hafi haft samband í meira mæli en áður. „Við höfum fundið fyrir því að fleiri foreldrar eru að setja sig í sambandi en áður og vilja koma unglingunum sínum að í hópastarf. Ég tel að eftirspurn eftir eftir Vinfús sé að aukast í kjölfar samkomubanns,“ segir Berglind. Getur orðið vítahringur Berglind segir að félagsleg einangrunn geti orðið að vítahring. „Þetta er mjög alvarlegt og getur ýtt undir kvíða depurð og þunglyndi. Stundum verður þetta vítahringur og fólk festist í einangrun. Þá er svo mikilvægt að geta leitað í úrræði eins og Vinfús er. Hún segir blasa við að það þurfi að auka við félagstarfið hjá Hinu húsinu vegna þessarar stöðu. að auka við félagstarfið vegna þessarar stöðu. Nú er verið að kanna hvort að það sé möguleiki á að auka við félagsstarfið í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. Þá má búast við að það þurfi líka að auka við þetta starf næsta haust,“ segir Berglind að lokum. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sköpum öryggi og hlúum að börnum og ungmennum: Skólahald og tilvera með breyttu sniði Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. 27. mars 2020 18:53 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. Hitt húsið hefur í fjölmörg ár verið með verkefni sem nefnist Vinfús sem er ætlað fyrir félagslega einangruð ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið gengur út á að skapa heilbrigða grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir og hefst á haustin. Berglind Rún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Hinu húsinu segir að eftir að samkomubann var sett á hafi staða þeirra sem séu einangraðir fyrir versnað. „Ég held að það sé þó nokkuð stór hópur sem var félagslega einangraður fyrir og hefur einangrast meira eftir samkomubannið. Við finnum að það er meiri vilji til að mæta honum en áður þar sem samfélagið er móttækilegra fyrir því að þessi vandi sé til staðar,“ segir Berglind. Hún segir að foreldrar hafi haft samband í meira mæli en áður. „Við höfum fundið fyrir því að fleiri foreldrar eru að setja sig í sambandi en áður og vilja koma unglingunum sínum að í hópastarf. Ég tel að eftirspurn eftir eftir Vinfús sé að aukast í kjölfar samkomubanns,“ segir Berglind. Getur orðið vítahringur Berglind segir að félagsleg einangrunn geti orðið að vítahring. „Þetta er mjög alvarlegt og getur ýtt undir kvíða depurð og þunglyndi. Stundum verður þetta vítahringur og fólk festist í einangrun. Þá er svo mikilvægt að geta leitað í úrræði eins og Vinfús er. Hún segir blasa við að það þurfi að auka við félagstarfið hjá Hinu húsinu vegna þessarar stöðu. að auka við félagstarfið vegna þessarar stöðu. Nú er verið að kanna hvort að það sé möguleiki á að auka við félagsstarfið í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. Þá má búast við að það þurfi líka að auka við þetta starf næsta haust,“ segir Berglind að lokum.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sköpum öryggi og hlúum að börnum og ungmennum: Skólahald og tilvera með breyttu sniði Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. 27. mars 2020 18:53 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sköpum öryggi og hlúum að börnum og ungmennum: Skólahald og tilvera með breyttu sniði Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. 27. mars 2020 18:53