Uppskrift að námi fyrir 0-100 ára Helga Tryggvadóttir skrifar 25. mars 2020 14:00 Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar