Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 08:08 Starfsmaður á Heilsugæslunni Höfða sést hér með einn veirupinna í annarri höndinni þegar hann tekur sýni fyrir kórónuveirunni hjá manneskju sem situr inni í bílnum. Vísir/Vilhelm Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag. Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“ Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu. „Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45 Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag. Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“ Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu. „Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45 Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54
Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45
Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38