Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar 27. mars 2020 09:00 Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. Fangar eru sérstaklega viðkvæmur hópur og Rauði krossinn hefur töluverðar áhyggjur af stöðu þeirra og líðan. Þessir einstaklingar fylla breiðan hóp, sumir hafa ekkert stuðningsnet í samfélaginu á meðan aðrir eiga stórar fjölskyldur og marga vini. Það er áfall að fara í fangelsi og það tekur tíma að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þegar einstaklingur fer í fangelsi hefur það víðtæk áhrif á hann sjálfan og líf nánustu aðstandenda. Aðskilnaður og einangrun frá umheiminum og ástvinum getur verið mikill streituvaldur, raskað jafnvægi og valdið miklu og langvarandi álagi. Eftir að neyðarstig almannavarna var virkjað hefur öllum fangelsum verið lokað, heimsóknir eru ekki leyfðar, AA fundir eru ekki haldnir, tækifæri til vinnu og skólagöngu eru takmörkuð og önnur mikilvæg starfsemi er í lágmarki eða jafnvel ekki í boði. Einstaklingar sem sitja inni eru því enn einangraðri en áður, þeir eru margir kvíðnir, óttaslegnir og hafa ekki þann stuðning sem annars er í boði. Þetta getur haft verulega slæm áhrif á geðheilsu þessa viðkvæma hóps. Stór hópur þeirra sem sitja inni er verr á sig kominn heilsufarslega en almennt gerist og því er enn mikilvægara að koma í veg fyrir að COVID-19 smit berist inn í fangelsin. Í fangelsum er auk þess nálægðin mikil og því hætta á að smit breiðist hratt út og heilbrigðisþjónusta með öðrum hætti en gengur og gerist í samfélaginu öllu. Um leið og það er mikilvægt að vernda fanga fyrir þeim faraldri sem nú geisar þarf að huga að andlegum og líkamlegum áhrifum sem aukin einangrun hefur. Fangar þurfa að fá góðar upplýsingar um gang mála, hvað sé að gerast úti í samfélaginu, hvernig ástandið hefur áhrif á þeirra daglegu venjur og þarfir, hvernig heilbrigðisþjónustu við þá verður háttað og áfram mætti telja. Á þessum strembnu tímum er mikilvægt að vera í góðu sambandi við umheiminn. Í opnum fangelsum getur fólk nýtt sér fjarfundarbúnað til að ræða við sína nánustu og við hvetjum aðstandendur og vini eindregið til að vera í góðu sambandi við einstaklinga í fangelsunum. Þar sem netaðgangur er takmarkaður eða enginn og farsímar ekki leyfðir geta fangar nú hringt gjaldfrjálst í sína nánustu og hvetjum við þá til að nýta sér það og ef þörf er á, þá er hægt að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem er alltaf opinn og fá upplýsingar og stuðning. Rauði krossinn hvetur Fangelsismálastofnun til að íhuga möguleikann á fjarfundum með fjölskyldu og vinum og jafnvel öðrum sem væru með í að efla virkni á meðan þetta ástand varir. Félagsvinir eftir afplánun er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar aðstoða fólk eftir afplánun að aðlagast samfélaginu á ný og það samband hefst á meðan þátttakendur eru enn í afplánun. Það er ekki í boði á meðan neyðarstig stendur yfir en reynt er eftir fremsta megni að halda sambandi við einstaklingana símleiðis. Rauði krossinn hvetur aðstandendur til að styðja við fólkið sitt en ekki síst hvert annað meðan ástandið varir og áhyggjur af aðstæðum sinna nánustu eykst. Þá hvetjum við almenning sem áhuga hafa á að styðja við fólk sem lokið hefur afplánun að skrá sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum og okkur sem samfélag að huga að því að þjónusta og úrræði fyrir þennan hóp sé til staðar og að fyrirtæki sem og aðrar stofnanir taki vel á móti fólki sem er að fóta sig að nýju í samfélaginu. Á sama tíma og við hvetjum almenning til að halda rútínu í sínu daglega lífi, leita stuðnings sinna nánustu og sinna sínum þörfum, þá hafa möguleikar þessa viðkvæma hóps verið skertir til muna með aukinni áhættu fyrir heilsuna – ekki bara vegna smithættu. Höfundur er verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Hjálparstarf Fangelsismál Félagasamtök Tengdar fréttir Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00 Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. Fangar eru sérstaklega viðkvæmur hópur og Rauði krossinn hefur töluverðar áhyggjur af stöðu þeirra og líðan. Þessir einstaklingar fylla breiðan hóp, sumir hafa ekkert stuðningsnet í samfélaginu á meðan aðrir eiga stórar fjölskyldur og marga vini. Það er áfall að fara í fangelsi og það tekur tíma að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þegar einstaklingur fer í fangelsi hefur það víðtæk áhrif á hann sjálfan og líf nánustu aðstandenda. Aðskilnaður og einangrun frá umheiminum og ástvinum getur verið mikill streituvaldur, raskað jafnvægi og valdið miklu og langvarandi álagi. Eftir að neyðarstig almannavarna var virkjað hefur öllum fangelsum verið lokað, heimsóknir eru ekki leyfðar, AA fundir eru ekki haldnir, tækifæri til vinnu og skólagöngu eru takmörkuð og önnur mikilvæg starfsemi er í lágmarki eða jafnvel ekki í boði. Einstaklingar sem sitja inni eru því enn einangraðri en áður, þeir eru margir kvíðnir, óttaslegnir og hafa ekki þann stuðning sem annars er í boði. Þetta getur haft verulega slæm áhrif á geðheilsu þessa viðkvæma hóps. Stór hópur þeirra sem sitja inni er verr á sig kominn heilsufarslega en almennt gerist og því er enn mikilvægara að koma í veg fyrir að COVID-19 smit berist inn í fangelsin. Í fangelsum er auk þess nálægðin mikil og því hætta á að smit breiðist hratt út og heilbrigðisþjónusta með öðrum hætti en gengur og gerist í samfélaginu öllu. Um leið og það er mikilvægt að vernda fanga fyrir þeim faraldri sem nú geisar þarf að huga að andlegum og líkamlegum áhrifum sem aukin einangrun hefur. Fangar þurfa að fá góðar upplýsingar um gang mála, hvað sé að gerast úti í samfélaginu, hvernig ástandið hefur áhrif á þeirra daglegu venjur og þarfir, hvernig heilbrigðisþjónustu við þá verður háttað og áfram mætti telja. Á þessum strembnu tímum er mikilvægt að vera í góðu sambandi við umheiminn. Í opnum fangelsum getur fólk nýtt sér fjarfundarbúnað til að ræða við sína nánustu og við hvetjum aðstandendur og vini eindregið til að vera í góðu sambandi við einstaklinga í fangelsunum. Þar sem netaðgangur er takmarkaður eða enginn og farsímar ekki leyfðir geta fangar nú hringt gjaldfrjálst í sína nánustu og hvetjum við þá til að nýta sér það og ef þörf er á, þá er hægt að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem er alltaf opinn og fá upplýsingar og stuðning. Rauði krossinn hvetur Fangelsismálastofnun til að íhuga möguleikann á fjarfundum með fjölskyldu og vinum og jafnvel öðrum sem væru með í að efla virkni á meðan þetta ástand varir. Félagsvinir eftir afplánun er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar aðstoða fólk eftir afplánun að aðlagast samfélaginu á ný og það samband hefst á meðan þátttakendur eru enn í afplánun. Það er ekki í boði á meðan neyðarstig stendur yfir en reynt er eftir fremsta megni að halda sambandi við einstaklingana símleiðis. Rauði krossinn hvetur aðstandendur til að styðja við fólkið sitt en ekki síst hvert annað meðan ástandið varir og áhyggjur af aðstæðum sinna nánustu eykst. Þá hvetjum við almenning sem áhuga hafa á að styðja við fólk sem lokið hefur afplánun að skrá sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum og okkur sem samfélag að huga að því að þjónusta og úrræði fyrir þennan hóp sé til staðar og að fyrirtæki sem og aðrar stofnanir taki vel á móti fólki sem er að fóta sig að nýju í samfélaginu. Á sama tíma og við hvetjum almenning til að halda rútínu í sínu daglega lífi, leita stuðnings sinna nánustu og sinna sínum þörfum, þá hafa möguleikar þessa viðkvæma hóps verið skertir til muna með aukinni áhættu fyrir heilsuna – ekki bara vegna smithættu. Höfundur er verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00
Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar