Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 12:59 Aldrei hafa fleiri sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á einni viku en nú. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir manna um bætur. Fyrra met var um 700.000 manns í október árið 1982. AP/John Minchillo Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09