Létt á viðmiðum kórónuprófa hjá heilsugæslunni Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 21:17 Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Létt verður á þeim skilyrðum sem heilsugæslan setur varðandi próf fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það verður að öllum líkindum gert vegna fjölgunar sýnatökupinna hér á landi. Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við Vísi hann búist ekki við öðru en að svo verði. Þannig geti fleiri sem séu veikir og óttist að þeir séu með kórónuveiruna leitað til heilsugæslunnar og fengið úr því skorið. Ljóst er að fleiri veirur og annars konar veikindi herja á Íslendinga um þessar mundir. „Við erum að skoða fólk sem er veikt og viljum gá hvort orsök veikinnar sé kórónuveiran,“ segir Óskar. Heilsugæslan hefur haft ákveðin skilmerki eins og hitastig til að fólk geti fengið próf. Óskar býst því því að dregið verði úr þeim. „Af þeim sem eru veikir eru ekki allir með þessa veiru en ég á von á því að við þurfum ekki að vera eins hörð á skilmerkjum fyrir þá sem koma til okkar.“ Sjá einnig: Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Óskar segir mikið álag hafa verið á heilsugæslunni síðustu misseri. Það hafi þó gengið vel. Nú sé þó verið að undirbúa fyrir erfiðari tíma næstu vikurnar. „Það er hlutverk heilsugæslunnar að sinna þeim sem ekki vita hvort þeir eru sýktir. Spítalinn sinnir þeim sem búið er að staðfesta að eru með kórónuveiruna. Það má búast við því að það veikist töluvert fleiri næstu tvær, þrjár vikurnar heldur en hefur verið,“ segir Óskar. „Þar af leiðandi verðum við að sinna því. Það verður svolítið mikil vinna næsta mánuðinn, má búast við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Maður konunnar sem lést vegna kórónuveirunnar alvarlega veikur og í öndunarvél Eiginmaður konu, sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veirusýkingarinnar. 26. mars 2020 20:13 Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða er reykingafólk. 26. mars 2020 18:39 Pinnarnir frá Össuri duga til og skimun Íslenskrar erfðagreiningar heldur áfram Skimun við nýju kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu mun halda áfram af fullum krafti eftir að staðfest var að nýir sýnitökupinnar eru nothæfir. 26. mars 2020 17:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Létt verður á þeim skilyrðum sem heilsugæslan setur varðandi próf fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það verður að öllum líkindum gert vegna fjölgunar sýnatökupinna hér á landi. Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við Vísi hann búist ekki við öðru en að svo verði. Þannig geti fleiri sem séu veikir og óttist að þeir séu með kórónuveiruna leitað til heilsugæslunnar og fengið úr því skorið. Ljóst er að fleiri veirur og annars konar veikindi herja á Íslendinga um þessar mundir. „Við erum að skoða fólk sem er veikt og viljum gá hvort orsök veikinnar sé kórónuveiran,“ segir Óskar. Heilsugæslan hefur haft ákveðin skilmerki eins og hitastig til að fólk geti fengið próf. Óskar býst því því að dregið verði úr þeim. „Af þeim sem eru veikir eru ekki allir með þessa veiru en ég á von á því að við þurfum ekki að vera eins hörð á skilmerkjum fyrir þá sem koma til okkar.“ Sjá einnig: Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Óskar segir mikið álag hafa verið á heilsugæslunni síðustu misseri. Það hafi þó gengið vel. Nú sé þó verið að undirbúa fyrir erfiðari tíma næstu vikurnar. „Það er hlutverk heilsugæslunnar að sinna þeim sem ekki vita hvort þeir eru sýktir. Spítalinn sinnir þeim sem búið er að staðfesta að eru með kórónuveiruna. Það má búast við því að það veikist töluvert fleiri næstu tvær, þrjár vikurnar heldur en hefur verið,“ segir Óskar. „Þar af leiðandi verðum við að sinna því. Það verður svolítið mikil vinna næsta mánuðinn, má búast við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Maður konunnar sem lést vegna kórónuveirunnar alvarlega veikur og í öndunarvél Eiginmaður konu, sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veirusýkingarinnar. 26. mars 2020 20:13 Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða er reykingafólk. 26. mars 2020 18:39 Pinnarnir frá Össuri duga til og skimun Íslenskrar erfðagreiningar heldur áfram Skimun við nýju kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu mun halda áfram af fullum krafti eftir að staðfest var að nýir sýnitökupinnar eru nothæfir. 26. mars 2020 17:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Maður konunnar sem lést vegna kórónuveirunnar alvarlega veikur og í öndunarvél Eiginmaður konu, sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veirusýkingarinnar. 26. mars 2020 20:13
Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða er reykingafólk. 26. mars 2020 18:39
Pinnarnir frá Össuri duga til og skimun Íslenskrar erfðagreiningar heldur áfram Skimun við nýju kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu mun halda áfram af fullum krafti eftir að staðfest var að nýir sýnitökupinnar eru nothæfir. 26. mars 2020 17:48