Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 10:31 Forsvarsmenn fyrirtækja í Þýskalandi eru svartsýnir þessa dagana. EPA/FOCKE STRANGMANN Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira