Ekkert sem bendir til að COVID-19 leggist þyngra á ófrískar konur Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 15:26 Ekki stendur til að slaka á heimsóknarbanni á sængurlegudeild á Landspítalanum að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Skýr lína er að ófrískar konur ættu að halda sig heima við eftir 36 viku meðgöngu en ekkert bendir til þess að þær smitist frekar af COVID-19 eða verði veikari en aðrir, að sögn Ölmu Möller, landlæknis. Yfirljósmóðir á Landspítalanum ráðlagði verðandi mærðum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alma landlæknir var spurð út í þau tilmæli á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag og sagði að skýr lína væri að konum væri ráðlagt að halda sig til hlés eftir 36 viku meðgöngu og að það byggði á erlendum leiðbeiningum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að þeim tilmælum væri ætlað að tryggja að konur bæru ekki smit inn á fæðingardeild spítala. „Við viljum auðvitað vernda konurnar eins og aðrar en líka þá þarf auðvitað meiri mannafla til að sinna fæðandi konu sem er með COVID og svo er gríðarlega mikilvægt að vernda þann fámenna hóp starsfmanna sem sinnir þessari sérhæfðu þjónustu,“ sagði Alma landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að ekki stæði til að endurskoða gestabann á sængurlegudeild. Flestir stoppi stutt á deildinni og til að verja mikilvæga starfsemi sem ekki sé mannmörg væri mikilvægt að þrengja áfram að heimsóknum eins og gert hafi verið til þessa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42 Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Skýr lína er að ófrískar konur ættu að halda sig heima við eftir 36 viku meðgöngu en ekkert bendir til þess að þær smitist frekar af COVID-19 eða verði veikari en aðrir, að sögn Ölmu Möller, landlæknis. Yfirljósmóðir á Landspítalanum ráðlagði verðandi mærðum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi. Alma landlæknir var spurð út í þau tilmæli á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag og sagði að skýr lína væri að konum væri ráðlagt að halda sig til hlés eftir 36 viku meðgöngu og að það byggði á erlendum leiðbeiningum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að þeim tilmælum væri ætlað að tryggja að konur bæru ekki smit inn á fæðingardeild spítala. „Við viljum auðvitað vernda konurnar eins og aðrar en líka þá þarf auðvitað meiri mannafla til að sinna fæðandi konu sem er með COVID og svo er gríðarlega mikilvægt að vernda þann fámenna hóp starsfmanna sem sinnir þessari sérhæfðu þjónustu,“ sagði Alma landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði að ekki stæði til að endurskoða gestabann á sængurlegudeild. Flestir stoppi stutt á deildinni og til að verja mikilvæga starfsemi sem ekki sé mannmörg væri mikilvægt að þrengja áfram að heimsóknum eins og gert hafi verið til þessa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48 Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42 Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30. mars 2020 14:48
Svona var þrítugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 30. mars 2020 13:42
Smitaðir nálgast 1.100 talsins en smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30. mars 2020 13:01