Rauði krossinn er til staðar Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 1. apríl 2020 08:00 Á erfiðum tímum er mikilvægt að styðja sig við ættingja, vini og vinnufélaga, en þetta á aðeins við um þá sem eiga slíkt tengslanet. Fjöldi fólks býr ekki svo vel, á ekki fjölskyldu og situr eitt, hrætt og einmana – jafnvel á stofnun, í fangelsi eða í ótryggu húsnæði og jafnvel á á götunni. Fólk sem alla jafna treystir á félagslegan stuðning við daglega rútínu, t.d. félagsstarf fyrir eldri borgara eða dvöl í Vin, geðathvarfi Rauða krossins. Þetta geta verið börn eða fullorðnir, fatlað fólk, fátækt fólk, veikt fólk, fólk allsstaðar að, úr sveit eða borg og fólk utan úr heimi sem hingað hefur komið í leit að betra lífi. Þetta fólk á það sameiginlegt að vera meðal skjólstæðinga Rauða krossins og í þessum hópi eru fleiri en margan grunar. Nótt sem nýtan dag Á síðustu vikum hefur samtölum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgað gríðarlega. Sjálfboðaliðar sitja við símann eða netspjallið á 1717.is nótt og dag og svara fólki sem óttast um hlutskipti sitt. Á venjulegu ári svarar Rauði krossinn um 15.000 samtölum í 1717, en í síðustu viku voru erindin 3.500. Það sem af eru ári eru eru samtölin orðin 8.500. Sjálfboðaliðar sem fengið hafa stranga þjálfun sjá um að svara erindum fólks sem oft sér ekki fram úr þeim vanda sem það býr við. Þeir eru ómetanleg auðlind fyrir Rauða krossinn og í reynd fyrir þjóðina alla. Það er mjög gleðilegt að fylgjast með þeirri samkennd sem myndast hefur í samfélaginu að undanförnu. Fólk er boðið og búið að leggja náunganum lið, grannar hjálpast að, vinnufélagar leita hver til annars, gamlir vinir styðja hver við annan og fjölskyldur þjappa sér saman. Um leið og þetta gerist þá vitum við líka - því miður - að því lengur sem samkomubann varir, því lengri sem einangrun varir, því fleiri sem missa vinnuna, því óeðlilegra sem ástandið verður, því erfiðari verður staða þeirra sem minnstar hafa varnirnar. Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla til að huga að því fólki sem þarf á hjálp að halda. Náungakærleikurinn mikilvægur Við státum okkur stundum af því að vera rík þjóð og nú sést að innviðir okkar eru býsna sterkir og kerfin okkar virkar vel. Ríkidæmi skiptir þó engu ef einungis sumir fá kerfanna notið. Vonandi tekst okkur í sameiningu að vinna okkur fljótt og vel í gegnum þessa neyð með samtakamætti og skynsamlegri nálgun. Á sama tíma verður ekki hjá því komist að hugsa til þeirra samfélaga sem voru hvað veikust fyrir áður en veiran skaut upp kollinum. Fátækustu þjóðir heims, margar þeirra í Afríku, eiga því miður á hættu að samfélög þeirra veikist mjög, heilbrigðiskerfin ráði ekki við veiruna og að fjöldi fólks muni láta lífið. Þá er hætt við að fátækt aukist, átök haldi áfram og enn fleiri en áður neyðist til að flýja heimkynni sín. Það verður því ekki of oft á það minnt að náungakærleikurinn þarf að ná lengra en í næsta hús. Okkur ber ekki aðeins siðferðisleg skylda til að aðstoða þá sem búa við neyð, innanlands sem utan, heldur leggja okkar lóð á vogarskálar þeirra sem vinna að öruggari og betri heimi.. Það er því mikilvægt, jafnvel þó kreppi tímabundið að, að stjórnvöld horfi til framtíðar og skeri ekki niður framlög til mannúðar- og þróunaraðstoðar nú þegar þeirra er mest þörf.. Rauði krossinn þinn Rauði krossinn hugar sérstaklega að berskjölduðustu hópum í hverju samfélagi og undanfarna daga höfum við beint sjónum almennings að hlutskipti þeirra hér á Íslandi, m.a. með greinum á Vísi.is. Til þess að Rauði krossinn á Íslandi geti stutt við þessa hópa þarf hann líka á stuðningi að halda. Ég leyfi mér að fullyrða að engin er betur undir það búin að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, koma nauðstöddum til bjargar, styrkja innviði og aðstoða stjórnvöld á því sviði en alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þess vegna biðla ég til ykkar, lesendur góðir, að gerast Mannvinir Rauða krossins. Með framlögum sínum koma Mannvinirnir tugþúsundum nauðstaddra til hjálpar og aðstoðar með ábyrgum hætti á ári hverju. Á sama hátt og vel þjálfaðir sjálfboðaliðar bera starfið uppi hér heima gera sjálfboðaliðar það sama um allan heim, fólk sem þekkir best til aðstæðna á sínu svæði og tryggir að rétt aðstoð sé veitt réttu fólki á réttum stað og á réttum tíma. Í þessu liggur sérstaða Rauða krossins. Með ykkar hjálp byggjum við betra og öruggara samfélag fyrir alla. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristín S. Hjálmtýsdóttir Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Tengdar fréttir Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00 Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00 Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. 30. mars 2020 14:00 Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00 Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00 Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00 Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Á erfiðum tímum er mikilvægt að styðja sig við ættingja, vini og vinnufélaga, en þetta á aðeins við um þá sem eiga slíkt tengslanet. Fjöldi fólks býr ekki svo vel, á ekki fjölskyldu og situr eitt, hrætt og einmana – jafnvel á stofnun, í fangelsi eða í ótryggu húsnæði og jafnvel á á götunni. Fólk sem alla jafna treystir á félagslegan stuðning við daglega rútínu, t.d. félagsstarf fyrir eldri borgara eða dvöl í Vin, geðathvarfi Rauða krossins. Þetta geta verið börn eða fullorðnir, fatlað fólk, fátækt fólk, veikt fólk, fólk allsstaðar að, úr sveit eða borg og fólk utan úr heimi sem hingað hefur komið í leit að betra lífi. Þetta fólk á það sameiginlegt að vera meðal skjólstæðinga Rauða krossins og í þessum hópi eru fleiri en margan grunar. Nótt sem nýtan dag Á síðustu vikum hefur samtölum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgað gríðarlega. Sjálfboðaliðar sitja við símann eða netspjallið á 1717.is nótt og dag og svara fólki sem óttast um hlutskipti sitt. Á venjulegu ári svarar Rauði krossinn um 15.000 samtölum í 1717, en í síðustu viku voru erindin 3.500. Það sem af eru ári eru eru samtölin orðin 8.500. Sjálfboðaliðar sem fengið hafa stranga þjálfun sjá um að svara erindum fólks sem oft sér ekki fram úr þeim vanda sem það býr við. Þeir eru ómetanleg auðlind fyrir Rauða krossinn og í reynd fyrir þjóðina alla. Það er mjög gleðilegt að fylgjast með þeirri samkennd sem myndast hefur í samfélaginu að undanförnu. Fólk er boðið og búið að leggja náunganum lið, grannar hjálpast að, vinnufélagar leita hver til annars, gamlir vinir styðja hver við annan og fjölskyldur þjappa sér saman. Um leið og þetta gerist þá vitum við líka - því miður - að því lengur sem samkomubann varir, því lengri sem einangrun varir, því fleiri sem missa vinnuna, því óeðlilegra sem ástandið verður, því erfiðari verður staða þeirra sem minnstar hafa varnirnar. Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla til að huga að því fólki sem þarf á hjálp að halda. Náungakærleikurinn mikilvægur Við státum okkur stundum af því að vera rík þjóð og nú sést að innviðir okkar eru býsna sterkir og kerfin okkar virkar vel. Ríkidæmi skiptir þó engu ef einungis sumir fá kerfanna notið. Vonandi tekst okkur í sameiningu að vinna okkur fljótt og vel í gegnum þessa neyð með samtakamætti og skynsamlegri nálgun. Á sama tíma verður ekki hjá því komist að hugsa til þeirra samfélaga sem voru hvað veikust fyrir áður en veiran skaut upp kollinum. Fátækustu þjóðir heims, margar þeirra í Afríku, eiga því miður á hættu að samfélög þeirra veikist mjög, heilbrigðiskerfin ráði ekki við veiruna og að fjöldi fólks muni láta lífið. Þá er hætt við að fátækt aukist, átök haldi áfram og enn fleiri en áður neyðist til að flýja heimkynni sín. Það verður því ekki of oft á það minnt að náungakærleikurinn þarf að ná lengra en í næsta hús. Okkur ber ekki aðeins siðferðisleg skylda til að aðstoða þá sem búa við neyð, innanlands sem utan, heldur leggja okkar lóð á vogarskálar þeirra sem vinna að öruggari og betri heimi.. Það er því mikilvægt, jafnvel þó kreppi tímabundið að, að stjórnvöld horfi til framtíðar og skeri ekki niður framlög til mannúðar- og þróunaraðstoðar nú þegar þeirra er mest þörf.. Rauði krossinn þinn Rauði krossinn hugar sérstaklega að berskjölduðustu hópum í hverju samfélagi og undanfarna daga höfum við beint sjónum almennings að hlutskipti þeirra hér á Íslandi, m.a. með greinum á Vísi.is. Til þess að Rauði krossinn á Íslandi geti stutt við þessa hópa þarf hann líka á stuðningi að halda. Ég leyfi mér að fullyrða að engin er betur undir það búin að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, koma nauðstöddum til bjargar, styrkja innviði og aðstoða stjórnvöld á því sviði en alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þess vegna biðla ég til ykkar, lesendur góðir, að gerast Mannvinir Rauða krossins. Með framlögum sínum koma Mannvinirnir tugþúsundum nauðstaddra til hjálpar og aðstoðar með ábyrgum hætti á ári hverju. Á sama hátt og vel þjálfaðir sjálfboðaliðar bera starfið uppi hér heima gera sjálfboðaliðar það sama um allan heim, fólk sem þekkir best til aðstæðna á sínu svæði og tryggir að rétt aðstoð sé veitt réttu fólki á réttum stað og á réttum tíma. Í þessu liggur sérstaða Rauða krossins. Með ykkar hjálp byggjum við betra og öruggara samfélag fyrir alla. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00
Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00
Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. 30. mars 2020 14:00
Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00
Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00
Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00
Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar