Landsvirkjun gefur grænt ljóst á framleiðslu húðvara við Mývatn Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:38 Vegna COVID-19 veirufaraldsins var undirritunarfundurinn haldinn með aðstoð fjarfundaforrits. Ofar til vinstri er Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar, við hlið hennar er Hörður Arnarson forstjóri. Neðar til vinstri er Fida Abu Libdeh, stofnandi MýSilica og við hlið hennar er Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir viðskiptaþróunarstjóri. Á minni mynd má sjá Harald Hallgrímsson, forstöðumann viðskiptaþróunar og sölu, en aðrir viðstaddir voru Helgi Jóhannesson, yfirmaður lögfræðimála, Gylfi Már Geirsson, yfirmaður orkukaupa og Geir Arnar Marelsson, lögfræðingur. landsvirkjun Til stendur að vinna hráefni úr jarðhitavatni sem fellur til við orkuvinnslu á starfssvæði Landsvirkjunnar við Mývatn. Fyrirtækið MýSilica hefur í hyggju að nýta hráefnið til að framleiða húðvörur. Landsvirkjun og MýSilica hafa undirritað samning þess efnis. Hann er sagður taka til rannsókna, þróunar og framleiðslu á umræddum húð- og snyrtivörum. Til stendur að byggja upp aðstöðu sem ætlað er að nýtist „fyrir nýsköpun og fjölnýtingu“ og verður MýSilica fyrsta sprotafyrirtækið til að nýta aðstöðuna. Landsvirkjun greinir sjálf frá þessum samningi og segir markmið hans að „auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verða til við orkuvinnslu Landsvirkjunar og hafa hingað til ekki verið nýtt sérstaklega.“ Fyrirtækið MýSilica er sagt sérhæfa sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á húðvörum. Haft er eftir stofnanda fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, að verkefnið hafi verið í þróun í nokkur ár og að þau fagni þessum áfanga. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist að sama skapi spenntur fyrir þessari starfsemi. „Við sjáum mikil tækifæri í frekari nýtingu þeirra strauma sem falla til í starfsemi okkar. Nýsköpunarstarfsemi á borð við þetta spennandi verkefni MýSilica getur orðið mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu og stuðlað að aukinni sjálfbærri þróun og bættri nýtingu auðlindarinnar.“ Nýsköpun Orkumál Skútustaðahreppur Landsvirkjun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Til stendur að vinna hráefni úr jarðhitavatni sem fellur til við orkuvinnslu á starfssvæði Landsvirkjunnar við Mývatn. Fyrirtækið MýSilica hefur í hyggju að nýta hráefnið til að framleiða húðvörur. Landsvirkjun og MýSilica hafa undirritað samning þess efnis. Hann er sagður taka til rannsókna, þróunar og framleiðslu á umræddum húð- og snyrtivörum. Til stendur að byggja upp aðstöðu sem ætlað er að nýtist „fyrir nýsköpun og fjölnýtingu“ og verður MýSilica fyrsta sprotafyrirtækið til að nýta aðstöðuna. Landsvirkjun greinir sjálf frá þessum samningi og segir markmið hans að „auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verða til við orkuvinnslu Landsvirkjunar og hafa hingað til ekki verið nýtt sérstaklega.“ Fyrirtækið MýSilica er sagt sérhæfa sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á húðvörum. Haft er eftir stofnanda fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, að verkefnið hafi verið í þróun í nokkur ár og að þau fagni þessum áfanga. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist að sama skapi spenntur fyrir þessari starfsemi. „Við sjáum mikil tækifæri í frekari nýtingu þeirra strauma sem falla til í starfsemi okkar. Nýsköpunarstarfsemi á borð við þetta spennandi verkefni MýSilica getur orðið mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu og stuðlað að aukinni sjálfbærri þróun og bættri nýtingu auðlindarinnar.“
Nýsköpun Orkumál Skútustaðahreppur Landsvirkjun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira