Söfnuðu á augabragði fyrir fjörutíu spjaldtölvum fyrir sjúklinga á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 17:06 Söfnunin gengur mjög vel. Þegar hefur verið safnað fyrir rúmlega fjörutíu spjaldtölvum en ljóst er að þær verða umtalsvert fleiri auk heyrnartóla. Vísir/Vilhelm Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira