Umræða um launahækkun íslenskra ráðamanna: „Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14