Umræða um launahækkun íslenskra ráðamanna: „Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14