Ef einhvern tímann er þörf... Erna Reynisdóttir skrifar 1. apríl 2020 09:00 Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi netverslun með áfengi Kæra Áslaug Arna, Barnaheill þakka fyrir svar þitt við síðasta erindi okkar til þín. Í tilefni af twitter færslu þinni um að ef einhverntímann væri þörf á netverslun með áfengi væri það núna, vilja Barnaheill árétta: Ef einhvern tímann er EKKI þörf fyrir.. aukna hættu á heimilisofbeldi aukna hættu á ofbeldi gegn börnum aukna hættu á að börn búi við vanrækslu hættu á auknum kvíða barna og andlegum áföllum ... þá er það núna. Barnaheill hafa ekki aðeins áhyggjur af aðgengi barna og ungmenna að áfengi, heldur ekki síður af auknu aðgengi foreldra að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu þess, eins og fram kom í síðasta bréfi Barnaheilla til þín. Rannsóknir sýna að aukin áfengisneysla foreldra hefur neikvæð áhrif á börn. Áfengisneysla slævir huga og dómgreind fólks. Áfengisneysla þeirra foreldra sem nú þegar stunda hana stjórnlaust færist meira inn á heimilin sökum samkomubanns. Það ástand eykur álag á börn umtalsvert og kvíði þeirra eykst við að sjá foreldra sína í annarlegu ástandi. Með þessu er ekki verið að segja að enginn geti haft áfengi um hönd. En áfengi á ekki að hafa um hönd í kringum og innan um börn. Barnaheill skora á þig að bæta ekki á vanda barna sem búa við óöruggar uppeldisaðstæður með því að auka aðgengi enn frekar að áfengi en nú er orðið. Börn geta ekki valið sér heimilisaðstæður og það búa ekki öll börn við heimilisfrið. Börn eiga hins vegar rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu, án mismununar. Stjórnvöld þurfa því að tryggja sérstaklega vernd barna í óviðunandi aðstæðum gegn aukinni áfengisneyslu, vegna hinna neikvæðu afleiðinga sem af henni hljótast. Nú er brýnt að við sem samfélag finnum allar þær jákvæðu leiðir sem fyrirfinnast til að vinna saman á þessum tímum og að aðstoða allt samfélagið í gegnum erfiða stöðu vegna Covid 19. Ef einhvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna. Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja sérstaka áherslu á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi netverslun með áfengi Kæra Áslaug Arna, Barnaheill þakka fyrir svar þitt við síðasta erindi okkar til þín. Í tilefni af twitter færslu þinni um að ef einhverntímann væri þörf á netverslun með áfengi væri það núna, vilja Barnaheill árétta: Ef einhvern tímann er EKKI þörf fyrir.. aukna hættu á heimilisofbeldi aukna hættu á ofbeldi gegn börnum aukna hættu á að börn búi við vanrækslu hættu á auknum kvíða barna og andlegum áföllum ... þá er það núna. Barnaheill hafa ekki aðeins áhyggjur af aðgengi barna og ungmenna að áfengi, heldur ekki síður af auknu aðgengi foreldra að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu þess, eins og fram kom í síðasta bréfi Barnaheilla til þín. Rannsóknir sýna að aukin áfengisneysla foreldra hefur neikvæð áhrif á börn. Áfengisneysla slævir huga og dómgreind fólks. Áfengisneysla þeirra foreldra sem nú þegar stunda hana stjórnlaust færist meira inn á heimilin sökum samkomubanns. Það ástand eykur álag á börn umtalsvert og kvíði þeirra eykst við að sjá foreldra sína í annarlegu ástandi. Með þessu er ekki verið að segja að enginn geti haft áfengi um hönd. En áfengi á ekki að hafa um hönd í kringum og innan um börn. Barnaheill skora á þig að bæta ekki á vanda barna sem búa við óöruggar uppeldisaðstæður með því að auka aðgengi enn frekar að áfengi en nú er orðið. Börn geta ekki valið sér heimilisaðstæður og það búa ekki öll börn við heimilisfrið. Börn eiga hins vegar rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu, án mismununar. Stjórnvöld þurfa því að tryggja sérstaklega vernd barna í óviðunandi aðstæðum gegn aukinni áfengisneyslu, vegna hinna neikvæðu afleiðinga sem af henni hljótast. Nú er brýnt að við sem samfélag finnum allar þær jákvæðu leiðir sem fyrirfinnast til að vinna saman á þessum tímum og að aðstoða allt samfélagið í gegnum erfiða stöðu vegna Covid 19. Ef einhvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna. Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja sérstaka áherslu á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun