Forgangsröðun í þágu fólks Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. apríl 2020 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar