Forgangsröðun í þágu fólks Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. apríl 2020 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar