Áttar sig ekki á því hvaðan hræðsla við CBD framleiðslu kemur Andri Eysteinsson skrifar 21. apríl 2020 12:01 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra. Kannabis Píratar Bítið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
„Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra.
Kannabis Píratar Bítið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira