Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 19:20 Ríkisstjórnin segir aðgerðapakkan sem kynntur var í dag kosta um 60 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Meðal aðgerða sem gripið verður til er að framlög til sprotafyrirtækja verða aukin og reglum breytt þeim til hagsbóta og eru þær aðgerðir metnar á um 4,5 milljarða. Fyrirtækjum sem gert var að hætta starsemi vegna faraldurins bjóðast styrkir upp á allt að 2,5 milljónir króna og lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð upp á allt að sex milljónir króna. Þá verða 2,2 milljarðar settir í að skapa allt að 3.500 sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. 300 milljónum króna verður varið til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Sköpuð verða menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Veittir verða skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður. Framlög til listamanna verða aukin um 600 mánaðarlaun eða 250 milljónir króna. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi, vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Meðal aðgerða sem gripið verður til er að framlög til sprotafyrirtækja verða aukin og reglum breytt þeim til hagsbóta og eru þær aðgerðir metnar á um 4,5 milljarða. Fyrirtækjum sem gert var að hætta starsemi vegna faraldurins bjóðast styrkir upp á allt að 2,5 milljónir króna og lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð upp á allt að sex milljónir króna. Þá verða 2,2 milljarðar settir í að skapa allt að 3.500 sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. 300 milljónum króna verður varið til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. Sköpuð verða menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Veittir verða skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður. Framlög til listamanna verða aukin um 600 mánaðarlaun eða 250 milljónir króna. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Ríkisstjórnin hyggst styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi, vegna þess mikla tekjutaps sem miðlarnir hafa orðið fyrir samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10