Erlent

Skreyttu píramídana í Giza með ljósum

Atli Ísleifsson skrifar
Staðfest kórónuveirusmit í Egyptalandi eru nú um sex hundruð.
Staðfest kórónuveirusmit í Egyptalandi eru nú um sex hundruð. AP/Nariman El-Mofty)

Egyptar skreyttu píramídana í Giza með ljósum í gærkvöldi til þess að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk í landinu og hvetja fólk til þess að halda sig heima á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir.

Lokað hefur verið fyrir aðgang að píramídunum sem og öðrum kennileitum og tveggja vikna langt útgöngubann er í gildi í landinu.

Staðfest kórónuveirusmit í landinu eru nú um sex hundruð og eru fjörutíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×