Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 09:59 Þjóðverjar geta framkvæmt hálfa milljón prófa á viku. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsund próf á viku og Ítalar gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. AP/Hendrik Schmidt Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent