Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:11 Anna Birna Jensdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl. Lögreglan Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira