Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 16:11 Heilbrigðisyfirvöld vilja spara hlífðarbúnað eins og grímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir og umgengst COVID-sýkta einstaklinga. Þau telja vafasamt hvort almenn notkun á grímum hjálpi til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51
Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40