Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði: Hvað veldur svo hastarlegu ónæmissvari er hins vegar ráðgáta Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 12:37 Blóðlæknar á Landspítalanum vöktu athygli á blóðstorknun meðal Covid-sjúklinga fyrir nokkrum vikum til að auka vitund innan spítalans um meinið. LSH/Þorkell Þorkelsson Bandarískir læknar hafa lýst áhyggjum af blóðtöppum sem tengjast Covid-19 sjúkdóminum. Yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans segir þetta hafa verið vitað hér á landi í tvo mánuði. Hver einasti sjúklingur sé skimaður vegna þessarar hættu. Læknar í Bandaríkjunum segja að útlit sé fyrir að Covid-19 ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðstorknun veldur blóðtöppum en svo virðist sem Covid-19 valdi svo hastarlegu ónæmissvari að storkukerfi líkamans fari í gang. Þannig hafi læknar í Bandaríkjunum séð ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum sjúklingum. Blóðlæknar Landspítalans bentu á vandann fyrir nokkrum vikum „Það hefur verið ljóst núna allavega í tvo mánuði gæti ég ímyndað mér að Covid-19 sýkingin hún veldur hastarlegu ónæmissvari og ræsingu á storkukerfinu. Það eru nokkrar vikur síðan að blóðlæknarnir sem eru starfandi á Landspítalanum sendu frá sér fyrstu greinarnar þess efnis til að auka meðvitund um þetta. Partur af okkar starfi er að skima fyrir ræsingu storkukerfisins. Það gerum við við hvern einasta sjúkling sem kemur á göngudeildina okkar og leggst inn. Við höfum verið meðvituð um þetta hér um ansi langt skeið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans.Vísir Blóðþynningarlyf ekki hættulaus Læknar í Bandaríkjunum vekja athygli á því að réttast séað gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó þeir sýni ekki merki blóðstorknunar. Ragnar segir það ekki gert hér á landi, enda geti blóðþynnandi meðferð valdið blæðingum. „Nei, við höfum ekki stundað það. Við notum lyfin þegar við teljum það eiga við. Það er þannig og hefur verið ljóst í marga áratugi að það að verða veikur og liggja fyrir, það eykur líkur á blóðtöppum og blóð til lungna. Svo höfum við vitað lengi að það verður ræsing á storkukerfinu þannig að við höfum verið meðvituð um þessa hættu. Við höfum skimað fólk fyrir ræsingu í storkukerfinu og ef við þurfa þykir höfum við sett það í tölvusneiðmynd. Ég held að það sé ekki ennþá orðin ábending fyrir því að setja alla á blóðþynnandi meðferð, enda er hún ekki hættulaus og eykur líkur á blæðingum. Ég held að við gerum eitt sem er betra en þeir ráðleggja, það er að sinna okkar sjúklingum. Við getum fylgt þeim eftir og kallað inn í skoðun þess vegna daglega ef svo ber undir. Ég held að það trompi það að setja bara lyf blint út í allt samfélagið, það er að sinna fólki vel og nota lyfin þegar þörf er á þeim,“ segir Ragnar Freyr. Hastarleg ónæmisræsing kemur á óvart Hann segir það koma á óvart hversu mikil ónæmisræsing verði hjá sjúklingum sem sýkjast af kórónuveirunni. „Það virðist vera sem svo að veiran fari inn í líkamann í gegnum ákveðin viðtæki. Og jafnvel fari inn í frumur ónæmiskerfisins í gegnum ákveðin viðtæki og geti þannig ræst ónæmissvarið meira en kannski aðrar veirur hefðu gert. Aðrar kórónuveirur virðast ekki hegða sér á viðlíka hátt, allavega ekki eftir því sem ég kemst næst.“ Hópur lækna á Landspítalinn hefur hafið rannsóknir á kórónuveirunni og sjúkdóminum sem hún veldur. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Fjöldi spurninga vakna Rannsóknir á þessari veiru og veikindunum sem hún veldur eru rétt að hefjast. Fjöldi greina muni birtast á komandi mánuðum þar sem áhrif hennar verða könnuð nánar í ólíkum samfélögum og ólíkir vinklar skoðaðir. „Það má segja að Covid-19 faraldurinn veki óteljandi spurningar því við getum séð svo margt hjá svo mörgum á svo skömmum tíma. Og það er öðruvísi þegar þú ert að glíma við sjaldgæfa sjúkdóma. Það er langt á milli atburða þegar kemur að sjaldgæfum sjúkdómum. En núna eru svo margir að veikjast um allan heim af kórónuveirunni. Auðvitað kvikna upp endalausar spurningar varðandi samspil veirunnar og ónæmiskerfisins, hvernig skaði verður í hinum fjölmörgu líffæra kerfum sem viðbragð við bæði veirunni og ónæmiskerfinu. Maður er að reyna að skilja svo marga hluti í senn. Við höfum náttúrlega í þessum faraldri alveg sérstakt tækifæri til að gera það mjög vel og vandlega. Landspítalinn og starfsmenn hans ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Það hefur þegar verið settur á laggirnar mjög öflugur og breiður hópur heilbrigðisstarfsfólks, fyrst og fremst lækna, sem ætla að nota þetta tækifæri til hlítar.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Bóluefni gegn kórónuveirunni er í hraðri þróun. Þá gæti viðurkennt lyf gegn Covid-sjúkdóminum breytt viðbúnaði yfirvalda vegna veirunnar. Það færi þó eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu í stóru þýði þjóðar. 22. apríl 2020 18:36 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Bandarískir læknar hafa lýst áhyggjum af blóðtöppum sem tengjast Covid-19 sjúkdóminum. Yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans segir þetta hafa verið vitað hér á landi í tvo mánuði. Hver einasti sjúklingur sé skimaður vegna þessarar hættu. Læknar í Bandaríkjunum segja að útlit sé fyrir að Covid-19 ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðstorknun veldur blóðtöppum en svo virðist sem Covid-19 valdi svo hastarlegu ónæmissvari að storkukerfi líkamans fari í gang. Þannig hafi læknar í Bandaríkjunum séð ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum sjúklingum. Blóðlæknar Landspítalans bentu á vandann fyrir nokkrum vikum „Það hefur verið ljóst núna allavega í tvo mánuði gæti ég ímyndað mér að Covid-19 sýkingin hún veldur hastarlegu ónæmissvari og ræsingu á storkukerfinu. Það eru nokkrar vikur síðan að blóðlæknarnir sem eru starfandi á Landspítalanum sendu frá sér fyrstu greinarnar þess efnis til að auka meðvitund um þetta. Partur af okkar starfi er að skima fyrir ræsingu storkukerfisins. Það gerum við við hvern einasta sjúkling sem kemur á göngudeildina okkar og leggst inn. Við höfum verið meðvituð um þetta hér um ansi langt skeið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans.Vísir Blóðþynningarlyf ekki hættulaus Læknar í Bandaríkjunum vekja athygli á því að réttast séað gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó þeir sýni ekki merki blóðstorknunar. Ragnar segir það ekki gert hér á landi, enda geti blóðþynnandi meðferð valdið blæðingum. „Nei, við höfum ekki stundað það. Við notum lyfin þegar við teljum það eiga við. Það er þannig og hefur verið ljóst í marga áratugi að það að verða veikur og liggja fyrir, það eykur líkur á blóðtöppum og blóð til lungna. Svo höfum við vitað lengi að það verður ræsing á storkukerfinu þannig að við höfum verið meðvituð um þessa hættu. Við höfum skimað fólk fyrir ræsingu í storkukerfinu og ef við þurfa þykir höfum við sett það í tölvusneiðmynd. Ég held að það sé ekki ennþá orðin ábending fyrir því að setja alla á blóðþynnandi meðferð, enda er hún ekki hættulaus og eykur líkur á blæðingum. Ég held að við gerum eitt sem er betra en þeir ráðleggja, það er að sinna okkar sjúklingum. Við getum fylgt þeim eftir og kallað inn í skoðun þess vegna daglega ef svo ber undir. Ég held að það trompi það að setja bara lyf blint út í allt samfélagið, það er að sinna fólki vel og nota lyfin þegar þörf er á þeim,“ segir Ragnar Freyr. Hastarleg ónæmisræsing kemur á óvart Hann segir það koma á óvart hversu mikil ónæmisræsing verði hjá sjúklingum sem sýkjast af kórónuveirunni. „Það virðist vera sem svo að veiran fari inn í líkamann í gegnum ákveðin viðtæki. Og jafnvel fari inn í frumur ónæmiskerfisins í gegnum ákveðin viðtæki og geti þannig ræst ónæmissvarið meira en kannski aðrar veirur hefðu gert. Aðrar kórónuveirur virðast ekki hegða sér á viðlíka hátt, allavega ekki eftir því sem ég kemst næst.“ Hópur lækna á Landspítalinn hefur hafið rannsóknir á kórónuveirunni og sjúkdóminum sem hún veldur. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Fjöldi spurninga vakna Rannsóknir á þessari veiru og veikindunum sem hún veldur eru rétt að hefjast. Fjöldi greina muni birtast á komandi mánuðum þar sem áhrif hennar verða könnuð nánar í ólíkum samfélögum og ólíkir vinklar skoðaðir. „Það má segja að Covid-19 faraldurinn veki óteljandi spurningar því við getum séð svo margt hjá svo mörgum á svo skömmum tíma. Og það er öðruvísi þegar þú ert að glíma við sjaldgæfa sjúkdóma. Það er langt á milli atburða þegar kemur að sjaldgæfum sjúkdómum. En núna eru svo margir að veikjast um allan heim af kórónuveirunni. Auðvitað kvikna upp endalausar spurningar varðandi samspil veirunnar og ónæmiskerfisins, hvernig skaði verður í hinum fjölmörgu líffæra kerfum sem viðbragð við bæði veirunni og ónæmiskerfinu. Maður er að reyna að skilja svo marga hluti í senn. Við höfum náttúrlega í þessum faraldri alveg sérstakt tækifæri til að gera það mjög vel og vandlega. Landspítalinn og starfsmenn hans ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Það hefur þegar verið settur á laggirnar mjög öflugur og breiður hópur heilbrigðisstarfsfólks, fyrst og fremst lækna, sem ætla að nota þetta tækifæri til hlítar.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Bóluefni gegn kórónuveirunni er í hraðri þróun. Þá gæti viðurkennt lyf gegn Covid-sjúkdóminum breytt viðbúnaði yfirvalda vegna veirunnar. Það færi þó eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu í stóru þýði þjóðar. 22. apríl 2020 18:36 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Bóluefni gegn kórónuveirunni er í hraðri þróun. Þá gæti viðurkennt lyf gegn Covid-sjúkdóminum breytt viðbúnaði yfirvalda vegna veirunnar. Það færi þó eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu í stóru þýði þjóðar. 22. apríl 2020 18:36