Innlent

Hinn grunaði í Sandgerði áfram bak við lás og slá

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Sandgerði séð úr lofti.
Sandgerði séð úr lofti. Vísir

Karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. maí næstkomandi. 

Konan lést þann 28. mars síðastliðinn en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum síðar.

Í fyrstu var talið að ekkert óeðlilegt væri við andlát konunnar en við krufningu vaknaði sterkur grunður um að maðurinn hefði orðið henni að bana. Heimildir fréttastofu herma að hann hafi þrengt að öndunarvegi konunnar.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel.


Tengdar fréttir

Ber við minnisleysi

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl.

Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×