Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2020 14:11 Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins býður sig fram til að gegna öðru kjörtímabili sínu í embætti og er kominn með mótframboð frá Guðmundi Franklín Jónssyni sem býður sig nú í annað sinn fram til embættis forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. Verði af kosningunum yrði það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti þarf að berjast fyrir endurkjöri að loknu fyrsta kjörtímabili sínu. Fyrsta kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands lýkur hinn 31. júlí næst komandi. Hann tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að hann byði sig fram á ný í forsetakosningum sem fram fara hinn 27. júní fái forseti mótframboð en að öðrum kosti er forseti sjálfkjörinn samkvæmt stjórnarskrá, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Guðmundur Franklín Jónsson hefur stórar hugmyndir um breytt hlutverk embættis forseta Íslands.Mynd/Facebook síða Guðmundar Franklíns Jónssonar Nú lítur út fyrir að kosningar fari fram eftir að Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- og hagfræðingur tilkynnti um framboð sitt hinn 23. apríl. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að honum takist að afla sér nægilega margra meðmælenda sem stjórnarskrá og lög kveða á um fyrir tilskilin frest til að skila inn forsetaframboði. Í 4. grein laga um framboð og kjör forseta Íslands segir: „Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmálaráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag,“ sem þýðir að fresturinn er að þessu sinni til 23. maí. Lögin kveða einnig á um að „forsætisráðherra auglýsi kosninguna í útvarpi og Lögbirtingablaði eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag og tiltaki hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr landsfjórðungi hverjum í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar.“ Þetta gerði forsætisráðuneytið hinn 20. mars og þar segir að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Á vefsíðu forsetaembættisins má finna umfjöllun um fyrri forseta lýðveldisins. Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. Vigdís Finnbogadóttir heilsar velunnurum sínum á 90 ára afmælisdegi hennar hinn 15. apríl á sólpalli við hús sitt við Aragötu þar sem henni var fagnað af þúsundum manna eftir forsetakjör hennar í júní 1980.Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið lengst allra í embætti forseta Íslands, eða í fimm kjörtímabil frá 1996 til 2016.Vísir/Vilhelm Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson er ekki að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í fyrsta skipti því hann bauð sig fyrst fram árið 2016. Ólafur Ragnar hafði þá í nýársávarpi sagt að hann yrði ekki í framboði í komandi kosningum í júní. Guðmundur Franklín dró hins vegar framboð sitt til baka hinn 4. apríl og lýsti stuðningi sínum við að Ólafur Ragnar byði sig fram enn og aftur. Hann tilkynnti það á fréttamannafundi á Bessastöðum hinn 18. apríl. Tæpum mánuði síðar, eða hinn 9. maí tilkynnti Ólafur Ragnar aftur á móti að hann yrði ekki í framboði. Frá því Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti árið 2016 hefur hann notið fylgis mikils meirihluta þjóðarinnar samkvæmt öllum könnunum.Vísir/Vilhelm Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðmundur Franklín nær að halda framboði sínu til streitu í þetta skiptið og eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Ef hann hættir hins vegar við og enginn annar en Guðni býður sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“ Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Kristján Eldjárn Ásgeir Ásgeirsson Sveinn Björnsson Fréttaskýringar Forsetakosningar 2020 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. Verði af kosningunum yrði það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti þarf að berjast fyrir endurkjöri að loknu fyrsta kjörtímabili sínu. Fyrsta kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands lýkur hinn 31. júlí næst komandi. Hann tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að hann byði sig fram á ný í forsetakosningum sem fram fara hinn 27. júní fái forseti mótframboð en að öðrum kosti er forseti sjálfkjörinn samkvæmt stjórnarskrá, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Guðmundur Franklín Jónsson hefur stórar hugmyndir um breytt hlutverk embættis forseta Íslands.Mynd/Facebook síða Guðmundar Franklíns Jónssonar Nú lítur út fyrir að kosningar fari fram eftir að Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- og hagfræðingur tilkynnti um framboð sitt hinn 23. apríl. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að honum takist að afla sér nægilega margra meðmælenda sem stjórnarskrá og lög kveða á um fyrir tilskilin frest til að skila inn forsetaframboði. Í 4. grein laga um framboð og kjör forseta Íslands segir: „Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmálaráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag,“ sem þýðir að fresturinn er að þessu sinni til 23. maí. Lögin kveða einnig á um að „forsætisráðherra auglýsi kosninguna í útvarpi og Lögbirtingablaði eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag og tiltaki hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr landsfjórðungi hverjum í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar.“ Þetta gerði forsætisráðuneytið hinn 20. mars og þar segir að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Á vefsíðu forsetaembættisins má finna umfjöllun um fyrri forseta lýðveldisins. Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. Vigdís Finnbogadóttir heilsar velunnurum sínum á 90 ára afmælisdegi hennar hinn 15. apríl á sólpalli við hús sitt við Aragötu þar sem henni var fagnað af þúsundum manna eftir forsetakjör hennar í júní 1980.Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið lengst allra í embætti forseta Íslands, eða í fimm kjörtímabil frá 1996 til 2016.Vísir/Vilhelm Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson er ekki að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í fyrsta skipti því hann bauð sig fyrst fram árið 2016. Ólafur Ragnar hafði þá í nýársávarpi sagt að hann yrði ekki í framboði í komandi kosningum í júní. Guðmundur Franklín dró hins vegar framboð sitt til baka hinn 4. apríl og lýsti stuðningi sínum við að Ólafur Ragnar byði sig fram enn og aftur. Hann tilkynnti það á fréttamannafundi á Bessastöðum hinn 18. apríl. Tæpum mánuði síðar, eða hinn 9. maí tilkynnti Ólafur Ragnar aftur á móti að hann yrði ekki í framboði. Frá því Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti árið 2016 hefur hann notið fylgis mikils meirihluta þjóðarinnar samkvæmt öllum könnunum.Vísir/Vilhelm Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðmundur Franklín nær að halda framboði sínu til streitu í þetta skiptið og eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Ef hann hættir hins vegar við og enginn annar en Guðni býður sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Kristján Eldjárn Ásgeir Ásgeirsson Sveinn Björnsson Fréttaskýringar Forsetakosningar 2020 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira