Í lífshættu eftir grófa líkamsárás í gærkvöldi: Lögregla hefur áhyggjur af þróuninni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 18:30 Fjórir eru í haldi lögreglu vegna meintra árása vísir/jóhannk Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar. Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar.
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55
Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30