Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 17:41 Arna Hauksdóttir Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent