Hætta á að Keflavíkurflugvöllur nái sér ekki á strik fyrr en 2021 Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 20:33 Frá þöglum sölum Keflavíkurflugvallar í dag. Vísir/Egill A Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira