Nýsköpun: Viðskiptavinir geta séð hvað bankarnir gera við peningana Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:30 Vísir/Getty Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið. Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið.
Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira