Vefkerfi sem skiptir sköpum Regína Ásvaldsdóttir og Óskar J. Sandholt skrifa 1. apríl 2020 21:45 Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun