Vefkerfi sem skiptir sköpum Regína Ásvaldsdóttir og Óskar J. Sandholt skrifa 1. apríl 2020 21:45 Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun