Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Kristján og Piper-flugvélin TF-LEO Fáfnir Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira