Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2020 14:10 Sendiherrar á fimm sendiskrifstofum verða færðir til í starfi í reglulegum hrókeringum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni. Gunnar Pálsson sendiherra sem opinberlega hefur gagnrýnt að til hafi staðið að flytja hann frá París til Nýju Delí kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór Þórðarson stefnir á breytingar á reglum um skipan sendiherra og vill að stöðurnar verði auglýstar í framtíðinniVísir/Vilhelm Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ákvörðun utanríkisráðherra á skipan á fimm sendiskrifstofum hafi verið tilkynnt viðkomandi hinn 11. mars síðast liðinn. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur sé eingöngu um flutninga núverandi sendiherra og sendifulltrúa að ræða. Kristján Andri Stefánsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra Íslands í París verði sendiherra í Brussel. Gunnar Pálsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra þar komi til starfa í ráðuneytinu. Unnur Orradóttir sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Kampala verður sendiherra í París og tekur Þórdís Sigurðardótti sendifulltrúi við af Unni sem forstöðumaður sendiráðsins í Kampala. Guðmundur Árni Stefánsson sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Nýju-Delí verður aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Í tilkynningunni segir að tilkynnt verði um hver taki við forstöðu í Nýju-Delí síðar. Áður hafi verið tilkynnt um flutninga sem varði sendiráðin í Moskvu, Helsinki og Stokkhólmi. „Venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis. Almennt er miðað við að framangreindar breytingar taki gildi 1. júlí en allir flutningar í utanríkisþjónustunni sumarið 2020 verða framkvæmdir með hliðsjón af aðstæðum sem fyrir hendi eru í gistiríkjum," segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Sendiherrann minnist þess ekki að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel kallaður heim Utanríkismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni. Gunnar Pálsson sendiherra sem opinberlega hefur gagnrýnt að til hafi staðið að flytja hann frá París til Nýju Delí kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór Þórðarson stefnir á breytingar á reglum um skipan sendiherra og vill að stöðurnar verði auglýstar í framtíðinniVísir/Vilhelm Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ákvörðun utanríkisráðherra á skipan á fimm sendiskrifstofum hafi verið tilkynnt viðkomandi hinn 11. mars síðast liðinn. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur sé eingöngu um flutninga núverandi sendiherra og sendifulltrúa að ræða. Kristján Andri Stefánsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra Íslands í París verði sendiherra í Brussel. Gunnar Pálsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra þar komi til starfa í ráðuneytinu. Unnur Orradóttir sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Kampala verður sendiherra í París og tekur Þórdís Sigurðardótti sendifulltrúi við af Unni sem forstöðumaður sendiráðsins í Kampala. Guðmundur Árni Stefánsson sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Nýju-Delí verður aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Í tilkynningunni segir að tilkynnt verði um hver taki við forstöðu í Nýju-Delí síðar. Áður hafi verið tilkynnt um flutninga sem varði sendiráðin í Moskvu, Helsinki og Stokkhólmi. „Venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis. Almennt er miðað við að framangreindar breytingar taki gildi 1. júlí en allir flutningar í utanríkisþjónustunni sumarið 2020 verða framkvæmdir með hliðsjón af aðstæðum sem fyrir hendi eru í gistiríkjum," segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Sendiherrann minnist þess ekki að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel kallaður heim
Utanríkismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira