Lukka með klifurvegg í garðinum og herberginu Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 23:00 Lukka Mörk hefur verið að klifra í mörg ár þrátt fyrir að hún sé aðeins 16 ára gömul. Vísir/Vilhelm Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Sjá meira
Lukka Mörk, 16 ára klifurkona, var ferðbúin og mjög spennt fyrir Norðurlandamótinu þegar hætt var við mótið vegna kórónuveirufaraldursins. Í samkomubanninu hefur hún æft sig í garðinum heima og er komin með prýðisgóða aðstöðu til þess. Henry Birgir Gunnarsson heimsótti Lukku í Sportinu í dag, á heimili hennar í Kópavogi. Þar er nú kominn upp myndarlegur klifurveggur sem Lukka æfir sig á en hún stefnir á þátttöku í stórum mótum erlendis í þessari vaxandi íþrótt. „Ég var búin að prófa margar íþróttir og svo komu foreldrar mínir mér í klifur og ég festist alveg í því. Það hefur gengið vel hjá mér eiginlega síðan ég byrjaði. Þetta hefur alltaf verið mitt sport,“ segir Lukka sem byrjaði að klifra átta ára gömul. Sigurður Ólafur Sigurðsson, faðir Lukku, segist hafa orðið að gera eitthvað í málunum þegar Lukka komst ekki lengur á klifuræfingar vegna samkomubanns. Hún er þó búin að vera með klifuraðstöðu í herberginu sínu í mörg ár. „Hún hefur í nokkur ár verið með aðstöðu inni en þegar hún var búin að vera „innilokuð“ í svona langan tíma lét maður verða af því að setja eitthvað upp hérna úti, svo hún geti eitthvað aðeins haldið sér við,“ sagði Sigurður. Lukka hefur eins og fyrr segir þegar misst af Norðurlandamóti en einnig æfingaferð til Frakklands vegna kórónuveirunnar, en ætlar sér stóra hluti þegar hægt verður að keppa að nýju. „Maður var orðinn frekar spenntur, sérstaklega fyrir Norðurlandamótinu. Við áttum að fara út um nóttina en ferðinni var aflýst klukkan sex um kvöldið. Við vorum því búin að pakka og allt, og því mjög spælandi að missa af þessu,“ sagði Lukka. Klippa: Sportið í dag - Lukka klifrar í garðinum heima Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Klifur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Sjá meira