Fótbolti

Vinsæll starfsmaður á Anfield lést af völdum kórónuveirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anfield stendur auður þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins.
Anfield stendur auður þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/GETTY

Paul Smith, mikill stuðningsmaður og starfsmaður Liverpool, lést vegna kórónuveirunnar en þetta staðfesti fjölskyldan hans í gær. Smith var á spítala er hann lést.

Smith lést á fimmtudaginn eftir að hafa barist við veiruna en margir innan félagsins höfðu sent honum honum baráttukveðjur. Steven Gerrard og Jamie Carragher höfðu meðal annars sent honum kveðjur er hann stóð í baráttunni.

Smith var afar vinsæll í sínu starfi á Anfield. Hann var stjórnandi í Carlsberg setustofunni á Anfield en hann hafði unnið í alls konar störfum innan félagsins í 28 ár. Hann virðist hafa verið í miklum metum.

Eftir andlát Smith er talið að Jurgen Klopp hafi hringt í Paul Kelly, sem er yfirmaður öryggismála á Anfield og var þar af leiðandi yfirmaður Smith, og sent honum samúðarkveðjur.

„Pabbi minn var herramaður. Hann gerði hluti fyrir fólk en vildi aldrei neitt til baka. Ég get ekki verið meira stolt af því að kalla hann pabba. Hann var besti vinur minn, ég fylgdi honum alltaf og hann kallaði mig skuggann sinn,“ sagði dóttir Paul, Megan Smith.

„Núna er hann góður og finnur ekki fyrir neinum verkjum. Læknarnir gerðu eins vel við hann og hægt var. Pabbi minn var bara af þreyttur í lokin og þetta var barátta sem hann var aldrei að fara vinna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×