Martin tilbúinn að klára tímabilið: „Langar að verða þýskur meistari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 18:00 Martin Hermannsson hefur verið á Íslandi síðustu vikurnar en gæti verið á leið aftur til Þýskalands í maí. MYND/STÖÐ 2 SPORT Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fleiri fréttir Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fleiri fréttir Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Sjá meira
Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00
Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00
Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00
Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00