Tvö og hálft prósent Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hersir Aron Ólafsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun