Tvö og hálft prósent Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hersir Aron Ólafsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun