Faraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabil heimsins í tvö til þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 La Liga á Spáni ætlar að reyna að klára 2019-20 tímabilið en það á eftir að koma í ljós hvort það sé mögulegt. Hér er táknræn mynd af leikbolta deildarinnar með grímu. Getty//Europa Press Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira