Próteinvinnsla úr lífmassa Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Fiskeldi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun