Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 12:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir allt benda til að krísan dragist á langinn og stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða. Ráðherrar sátu ekki allir í sínum sætum á Alþingi í morgun vegna sóttvarna og sat Bjarni til dæmis í stól forsætisráðherra. Vísr/Egill Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira