Leit lögreglu í Kópavogi hætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 20:07 Lögreglumenn við leit í kvöld. Vísir/Vilhelm Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira